Já því gæti ég ekki verið meira sammála.
En það virðist flæða yfir huga korkar þar sem talað er um “alvöru rokkara” og rap vs. rokk.
Er þetta málið?
Hver segir til um hvernig alvöru rokkari hagar sér og lítur út?
Er það síðhærður strákur í Metallica bol sem þarf að vera í a.m.k. einum hlut úr leðri?
Nei og aftur nei!
Það getur verið stutthærð stelpa í bleikum kjól sem elskar Placebo…
Meira að segja aflitaður strákur í Jack and Jones fötum…
Tvær bestu vinkonur mínar tel ég rokkara, því þær hlusta á rokk, klassískt sem nýtt og þær eru báðar gellur með sítt ljóst hár.
Ég bið ykkur að dæma ekki eftir útlitinu fyrirfram, ekki ákveða að þessi manneskja “geti nú ekki verið rokkari” því hún er ekki í hljómsveitabol eða eitthvað annað fáránlegra, eða tekur eiturlyf, og langar ekki að berja mann og annan.
Ekki vera þröngsýn með spýtu uppí rassgatinu af fordómum því rokkið á svo sannarlega ekki að snúast um það!
Kommon krakkar, Love is all you need! :)
Jólaognýárskveðja frá mér.
Og krakkar, þraukið í gegnum gelgjuna, it gets better ;)