Önnur plata meistaranna í Mars Volta er á leiðinni og hefur fengið nafnið Frances The Mute.

Núna rétt fyrir helgi var tracklistinn gerður ljós og hann lítur svona út :

1. Cygnus….Vismund Cygnus

A. Sarcophagi
B. Umbilical Syllables
C. Facilis Descenus Averni
D. Con Safo

2. The Widow

3. L’ Via L’ Viaquez

4. Miranda That Ghost Just Isn’t Holy Anymore

A. Vade Mecum
B. Pour Another Icepick
C. Pisacis (Phra-Men-Ma)
D. Con Safo

5. Cassandra Gemini

A. Tarantism
B. Plant A Nail In The Navel Stream
C. Faminepulse
D. Multiple Spouse Wounds
E. Sarcophagi


Þetta gæti litið ansi undarlega út en svona er þetta : Diskurinn er 77 mínútur og rennur í gegn án stoppa á milli laganna. Hann er 5 lög en lögunum er skipt í kafla (A,B,C…) eftir breytingum og þar af er eitt laganna heilar 33 mínútur!

The Widow mun vera fyrsta smáskífan sem fer í spilun og hægt er að heyra live útgáfu af laginu frá Wiltern tónleikunum á spjallborði www.thecomatorium.com. Einnig eru meiri upplýsingar um FTM að finna þar.

EN….þetta er ekki allt. Samtímis útgáfu plötunnar kemur út 15 mínútna löng smáskífa með lagi sem ber heitið “Frances The Mute” (Titillag plötunnar er semsagt EKKI á plötunni sjálfri).

Núna um helgina var síðan spilað eitt lag af plötunni á þýskri útvarpsstöð og heyrst hefur að eintök af plötunni séu strax komin í umferð svo ekki er langt að bíða þangað til hún fer að sýna sig á netinu. Opinber útgáfudagur er ekki ljós ennþá en vitað er að vínylútgáfa plötunnar kemur út 22. mars 2005.

Ég veit að þetta er flókið en svona eru þeir bara þessir snillingar.