1. Kannanir - Þar sem ég efast um að skortur á könnunum verði nokkurn tímann vandamál hérna þá er ég frekar harður á því hverjar komast hér inn. Ég samþykki heldur ekki kannanir ef sá sem sendir þær hefur gert of mikið af því að senda inn kannanir. Ég læt nýja könnun inn á 2 daga fresti í stað 3 sem er yfirleitt reglan vegna þess hve mikil umferð er um áhugamálið. Ég get líka nefnt að kannanir sem ég hef séð um að samþykkja eru held ég ekki byrjaðar að koma inn, það var það löng biðröð kominn af könnunum þegar ég varð admin hér.
2. Greinar - Ég samþykki greinar eftir reglum Huga en ég hugsa mjög mikið um hvaða greinar geta skapað áhugaverða umræðu, ég er harðari á því hvaða greinar ég samþykki þegar það er mikið að gera á áhugamálinu en þegar það er lítið um að vera, eins og núna.
3. Myndir - Ég hef samþykkt allar myndir sem tengjast rokki nema ef þær eru litlar eða óskýrar.
Spurningar eða athugasemdir? Endilega, ég er ekki heilagur og þetta er áhugamálið ykkar.<br><br><A href=“javascript:%20getUserInfoByName('mAlkAv');”>mAlkAv hinn myrki</A>
Millenium Hand and Shrimp.
<A href="