Ég veit ekki hvort þið vissuð af því, en það virðist allt benda til þess að sænska hljómsveitin Pain of Salvation (munið, sveitin sem kom hingað til lands í febrúar, ætlaði að spila á Kaffi Reykjavík, en fékk svo ekki að spila, og kom fram í Sílíkon á Skjá Einum í staðinn) muni koma hingað til lands í annað sinn, núna í ágúst og muni spila á Gauknum! Reyndar er þetta óstaðfest, en það er víst búið að bóka Gaukinn fyrir þessa tónleika…

Já, og BTW, Það var víst gerð heimasíða fyrir tónleikana sem áttu að vera í febrúar (bestu tónleikar á Íslandi sem aldrei áttu sér stað :o) ) á slóðinni http://www.islandia.is/shogun Þar getiði downloadað fjórum heilum lögum frá bandinu, svona ef þið eruð ekki ennþá búin að kynna ykkur tónlistina (eftir hverju eruði að bíða fíflin ykkar!?? hehe), þar á meðal lagið Ashes en ég sá einmitt myndband við það lag um daginn á Skjá Einum. Flott myndband sem minnti mig svolítið á Tool.

Steini
Resting Mind concerts