Nú verður haldin samkeppni um bestu/skemmtilegustu Hróarskeldusöguna.

Í desember verður svo valin sú saga sem sigrar keppnina. Sá sem á sigursöguna fær engin smá verðlaun. Í verðlaun eru aðgöngumiðar fyrir tvo á Roskilde Festival 2005.

Sagan verður birt á íslensku síðu Hróarskeldu, þannig að það þarf vart að taka fram að biðja fólk um að skrifa á þann máta að aðrir mega lesa. Sagan má að sjálfsögðu vera um hvað sem er svo lengi sem hún gerist á eða í kringum Roskilde Festival. Engin lágmarks eða hámarkslengd eða neitt slíkt. Gert er einfaldlega kröfu um að hún sé skemmtileg, vel skrifuð og lýsandi dæmi um skemmtilega ferð á bestu tónlistarhátíð í heimi, ROSKILDE FESTIVAL! Sagan getur verið um eitthvert fyndið atvik, einhvern góðan dag á Roskilde, Roskilde ferðina í heild sinni. The sky is the limit!

Augljóslega er þessi samkeppni fyrir þá sem hafa þegar farið á Roskilde, þeir sem ekki hafa farið áður og vilja gera einhverskonar skáldsögu er velkomið að láta reyna á rithæfni sína og senda söguna inn en haldin verður önnur samkeppni um miða í apríl 2005 þar sem allir geta tekið þátt. Söguna skal svo senda á roskilde@roskilde-festival.is og hafa fyrirsögnina “Sögusamkeppni Roskilde”. Munið að láta allar upplýsingar um ykkur fylgja með ss. nafn, heimilisfang, síma, netfang og svo framvegis. Þannig að, nú er það bara að skrifa sig inn á næstu hátíð! Gangi ykkur vel! :)

Miðasalan hefst 1. desember hjá Stúdentaferðum á www.exit.is

Rás 2 sér um tónlistinafyrir nk. hátíð!

Fylgist með nýjustu fréttum og takið þátt í umræðum um Roskilde á www.roskilde-festival.is