Dr. Gunni segir frá því á blogginu sínu í dag (31. okt) að hann, Óli Palli, Arnar E, Smári tarfur ofl hafi verið að dæma einhverja keppni og svo farið að slúðra.
“Fór að dæma hljómsveitarkeppni í FVA (Tæfurokk) á föstudaginn með miklu rokkgengi; Arnar E, Smára tarfi, Kiddu rokk, Óla Palla og Eiríki Guðmundssyni trommara Tíbrá.Einnig var slúðrað um hljómsveitir sem hingað eru væntanlegar á næsta ári og bera þar AC/DC, U2 og Rolling Stones hæst, en einnig ættu dauðarokkarar að gleðjast því bæði Cannibal Corpse og Obituary ku á leiðinni. Gríðarmikið rokk.”
Hvað finnst ykkur þetta? Byggt á einhverju eða bara gamlir blautir draumar? Hafa skal í huga að þarna er verið að fleygja fram stærstu eftirlifandi nöfnum rokksins af tónlistarelítu Íslands…
Amk gott ef satt verður…