Núna er fresturinn liðinn og ég get alveg sagt að undirtektirnar hafi verið með MINNSTA móti, 4 sendu inn svör og líka einn nánasti vinur minn en ég tek hann ekki inn í þetta bókhald.
Hvernig viljið þið hafa þetta, ég held fast við það að það að hafa svon marga möguleika myndi ekki virka vel vegna þess hve auðvelt það er fyrir fólk að fletta bara upp hvaða svör eru rétt.
Ég spurði reyndar sömu spurningar fyrir meira en viku og fékk þá lítið um nákvæm svör og eiginlega ekkert sem væri vel framkvæmanlegt.
Ég ætla að koma með eina tillögu núna, það er að í hverri viku semji einhver einn spurningarnar og sá verður að sjálfsögðu að vera heiðarlegur í því, ég skal láta þær inn en sá sem semur spurningarnar verður að fara yfir svörin. Við myndum þá hafa óháða keppni í hverri viku en ekki eins og ég var að spá í að hafa, þeas nokkrar umferðirir.<br><br>
mAlkAv hinn myrki
<A href="