Það var útaf því að í kringum 1995 þegar þeir hættu var Axl alveg hættur að taka þátt í því sem hljómsveitin var að gera, og var byrjaður að drekka og dópa á fullu. Æfingar og fundir meðlima urðu að engu, Axl mætti ekki og tók engan þátt í þeim. Svo varð að því að Axl sagðist ekki geta unnið með Slash, því að Slash vildi gera aðra rokk plötu(að sjálfsögðu) en Axl vildi aðra stefnu, það er svona tölvutónlistar stefnu(hlustaðu á lagið My World ef þú vilt dæmi um tónlistina sem Axl vildi byrja að gera - það er seinasta lagið á Use Your Illusion II).
Svo má til gamans geta að þessi “nýja” plata sem á að vera á leiðinni frá núverandi Guns N' Roses meðlimum er sama platan og Slash, Axl og hinir úr GN'R voru að vinna að fyrir rúmum 10 árum síðan.
Svo hef ég líka heyrt að Slash væri til í að vinna aftur með Axl Rose ef hann hætti í dópinu og öllu þessu rugli, en ég held að það sé ekki það auðvelt. Axl var snilldarsöngvari og skemmtilegur character þannig séð, en þrátt fyrir það var hann stjórnsamur og frekur. Alltaf einhverjir stælar í honum. T.d. kynntu Metallica hann sem algjört fífl þegar James H. slasaðist á tónleikum og GN'R átti að spila beint á eftir, Axl ákvað þá uppúr þurru að hætta við allt og drulla sér út, þetta gerði Metallica frekar pirraða.
Þetta ætti að svara spurningunni þinni, hef lesið mig svona þónokkuð vel til um allt þetta, gætu nú alltaf verið villur samt, endilega benda á þær ef þær sjást.