varðandi Buckley…
Það er synd að hann skyldi hafa látist á þennan sviplega hátt en mér finnst það nett pirrandi þegar fólk er að kvarta undan því að persónur fái almenna hylli eftir dauða sinn, ég held að náunginn væri himinnlifandi yfir því að svona margir njóta þeirrar tónlistar sem hann náði að gefa út fyrir andlát sitt. Og að hann skuli vera svona “blásinn upp” eftir dauða sinn, þá finnst mér það alrangt, hann er orðinn “þekktari”, það er alveg rétt en hann var ekki næstum því jafn hæpaður og margir af hans fyrirrennurum (ég er ekki að sjá sértrúarsöfnuði spretta upp einhversstaðar í BNA ennþá). Tónlist hans á einfaldlega við langflesta og vei þeim sem ekki er hið minnsta snortinn af rödd hans.
btw, Skotta, Reyndar var Morrison 27 (á 28 aldursári).
og ég held að Jeff Buckley hafi verið 25 ára.
ps. Var ekki Shannon Hoon, söngvari Blind Melon, 27 þegar hann lést (er ekki viss) ?