Smashing Pumpkins - Maschina|Maschines of God
Billy Corgan og félagar í hljómsveitinni Smashing Pumpkins eru hreint út sagt snillingar. Eitt þeirra seinasta verk, Maschina|Maschines of God er þvílík snilld að ég var liggur við í losti eftir að hafa rennt í gegnum hann. Þegar græjurnar voru búnar að spila og ég heyrði í græjunum draga leysir augað til baka leið mér vel. Ég fann bara hvernig hárin á mér voru að jafna sig og koma niður eftir að ég var með gæsa húð út nánast allan diskinn. Platan er mjög fjölbreytileg einsog Smashing Pumpkins eru venjulega. Mjög þung lög í anda Bullet with butterflywings, og létt lög í anda 1979 eru í bland á plötunni með líka flottum lögum með mjög góðum melódíum einsog I of the mourning, og The sacred & profane. Lögin hafa öll mjög skemmtilegan bassahljóm, sem passar mjög vel með báðum gítörunum, skemmtilegum töktum og þvílíkt sérstakri röddinni hans Billy Corgan. GÓÐ PLATA ENDILEGA FÁIÐ YKKUR HANA, allir smashing pumpkins aðdáendur munu elska þessa plötu.