Ég sé ekki fyrir mér að það sé hægt að hafa nýjar spurningar á hverjum degi vegna þess að það myndi þýða að ef einhver missir út einn dag þá er hann kominn aftur úr.
Ég held að líka að það sé best að ég semji spurningarnar sjálfur, ég hef fjölbreyttan tónlistarsmekk sjálfur og ég er líka mikið fyrir að lesa um sögu hljómsveita. Ég mun líka reyna að fara utan við minn tónlistarsmekk í spurningasamningu.
Ég er ekki alveg viss um hvernig á að framkvæma þetta og væri mjög mikið fyrir að fá tillögur um það.
Hve oft ætti ný keppni að koma? Vikulega væri sanngjarnast þannig að allir komist að en ekki bara Hugasjúklingarnir.
Ég myndi síðan alltaf birta hvað allir fengu (nema kannski þeir sem fá núll) í hvert sinn og síðan hver er efstur yfir allan tímann og síðan eftir kannski mánuð byrja upp á nýtt og þá höfum við meistara mánaðarins.
En þið þarna úti, komið með tillögur.
<A href="