Þessi teksti er tekinn af heimasíðunni okkar. Í honum er að finna upplýsingar um hvað er að gerast á næstunni hjá instrumental rokk bandinu, Isidor. Atburðirnir eru í öfugri tímaröð:
Maí. 2004.
Framtíðin er komin. Platan okkar er komin í allar helstu verslanir og hefur fengið mikið lof gagnrýnanda. Endilega smellið ykkur á eintak. Tilvalin afmælisgjöf, tækifæris, ástargjöf, mæðra- bónda- og konudagsgjöf eða til að leyfa sér munað.
1. apríl. 2004
Spilum í hinuhúsinu ásamt hljómsveitum sem er ekki búið að áhveða hverjar verða. Mætið og upplifið stuð.
17. mars. 2004.
Spilum á skemmtistaðnum 11 ásamt gleðisveitinni Nortón. Mætið og upplifið stuð.
12. mars. 2004.
Spilum í MH ásamt coral Palindrome og Heróglým. Mætið og upplifið stuð.
Tónleikarnir í MH vitum við hvorki aðgangseyri né aldurstakmark. Aldurstakmarkið verður þó líklega í mestalagi 16 ára og aðgangseyrir verður sanngjarn (hjómsveitirnar spila allar ókeypis)
Tónleikarnir á 11 eru ókeypis með 18 eða 20 ára aldurstakmark, þó er æskilegt að kaupa sér drykk.
Tóneikarnir í hinuhúsinu eru ókeypis með 16 ára aldurstakmark.