Svo hvað finnst fólki um nýju plötuna með Sigur rós?
Mér finnst hún fín, það eina sem Ágætis byrjun hefur frammyfir hana er að hún kom á undan. Ekki láta bulltextana fæla ykkur frá, þeir passa furðulega vel við tónlistina.
Ps. Samt svolítið leiðinleg (tilgerðarleg) þessi skýring þeirra á nafnleysinu: Fólk á að túlka lögin sjálf og ákveða lagaheitin fyrir sjálfan sig! Ég sé það ekki gerast. Hefði hljómar betur (fyrir mig allavegana) ef þeir segðust bara vera að undirstrika það að röddin getur verið sjálfstætt hljóðfæri en ekki eingöngu vagnhjól fyrir textan, platan væri “instrumental” og röddin eitt af þessum instruments-um.