Fyrr í dag barst mér í hendurnar nýjasta plata Trans Am sem ber heitið TA.
Eftir að hafa gert nokkrar prýðisplötur á fyrri hluta ferilsins missti sveitin það alveg með plötunni Red Line árið 2000 sem var ekki bara ótrúlega löng heldur líka hundleiðinleg og voru líklega mestu vonbrigðin það árið.
Þess vegna var ég nú ekki vongóður þegar ég skellti disknum í spilarann fyrr í kvöld, en hvað kemur til!
Þar sem ég er nú bara búinn að renna einu sinni í gegnum gripinn þá var ég svo ánægður (sem gerist nú sjaldan við fyrstu hlustun) að ég get svo sannarlega staðfest það að Trans Am eru komnir aftur í rétta gírinn. Platan er þó um margt ólík eldri meistaraverkum sveitarinnar, en strákarnir eru greinilega orðnir staðfastir á því að syngja í lögunum en núna hljómar þetta allt miklu betur (eða er maður kannski bara orðinn vanur þessu núna?)
En ég hef amk ekki verið jafn ánægður með einhverja plötu svona við fyrstu hlustun í langan tíma. Mæli eindregið með henni!
TRANS AM RÚLA Á NÝ!