Já það er rétt.
Hin frábæra rokksveit Exizt er að koma saman aftur í a.m.k. eitt gigg.
Þeir verða á Gauk á stöng miðvikudaginn 5. júni. og hefst kl22:00
Upphitunar band verður Dust.
Staðfest liðsskipan Exizt er,
Gulli Falk - Gítar.
Jonni “effelturn” - Bassi.
Siggi Reynis - Trommur.
Jóhannes Eiðs - Söngur.
Þetta er skemmtileg dagsetnig því þarna eru akkúrat 10 ár síðan þeir hituðu upp fyrir Iron Maiden í höllinni, hver man ekki eftir því.
Fyrir þá sem ekki vita hverjir þeir eru þá gáfu þeir út tvær plötur
Exizt (92) og Giants of yore (94), einnig hafa meðlimir verið viðriðnir bönd eins og Stálfélagið, Tin, Gildruna og fleiri.
Einnig hefur Gulli Falk sent frá sér tvær sólóplötur, Goin to paris og Falk.
Þetta er hörku rokk og hvet ég alla sem hafa áhuga á góðu rokki til að mæta, því þetta er eitthvað sem sannir rokkarar meiga ekki missa af. Allavegana er ég bara með EINN hlut ákveðinn í mínu lífi 5.Júni 2002= Gaukurinn kl.22:00