ákhvað að setja þessa grein líka hér og athuga hvort rokkararnir vildu bæta einhverju við þessa umræðu .
til að sjá svör við greininni þá er hún líka inn á raftónlist undir heitinu ,,, Hvað er raftónlist ?
Ég veit hvað eðlileg skýring á raftónlist er en ef að maður spáir í því þá er tónlist í dag öll bygð á rafmagni = rafmagnsgítar , bassi , hljómborð . Trommur og þau hljófæri sem ekki eru tengd við rafmagn eru mic uð upp á tónleikum og það væri erfitt að gefa út tónlist án rafmagns .
Svo taka tónlistar menn hljóð allstaðar frá í nátturunni og bæta í lögin sín hvort sem er á playbakki eða bara beint inn í löginn .
Það er nátturulega alltaf gott að setjast niður og hlusta á gott lag á kassagítar og ó mic kaðan söng og kannski smá harmonicu en hvar liggja mörkin í dag ? er skilgreining á orðinu raftónlist tónlist sem eingöngu er hægt að gera með rafmagni en er það ekki svolítið víð merking . Er Múm ekki skilgreind sem raftónlist er það bara út af tökktunum eða hvað er það sem skilur á milli t.d spilar hljómsveitin Tortois allt live en gæti alveg eins verið raftónlistar band og það eru sumir sem skilgreina þá þannig .
Hvernig er best að skilgreina þetta orð ? og hvar liggja mörkin ?
Má ég þá taka þátt í raftónlistar keppninni með rafgítarinn minn rafmagnsbassan minn og hljómborðið mitt eða er verið að meina tölvutónlist sem er líka mjög víð merking þar sem öll stúdio á landinu taka upp í gegnum tölvu nema 2 .
Er kannski ekki komin tími til að finna ný orð yfir flestar tegundir raftónlistar eða er til eitthvað gott orð sem ég er að gleyma ákurat núna .
Endilega komið með skemmtilegar umræður um þessa pælingu .
Dbd