Ég veit Kiddi í Hljómalind hefur verið að reyna að fá Sonic Youth til landsins síðastliðin áratug eða svo en það hefur alltaf strandað á fáránlegum kröfum bandsins…..ég vona hins vegar að þeir sem ætla að flytja bandið inn núna nái að hnýta lausa enda því það væri draumur að sjá Sonic Youth áður en þau hætta eða drepast (öll komin á fimmtugsaldurinn). Það er líka nýr meðlimur kominn í bandið; Jim “snillingur” O'Rourke.
Hvað meinar KurtCobain hins vegar með “skítaklaka” - ég veit ekki betur en Ísland sé orðin að mini-paradís fyrir erlenda tónlistarmenn. Hér eru t.d. nokkur bönd sem hafa spilað hérna á síðustu árum:
Godspeed You Black Emperor!, Fugazi, Shellac, And You Will Know Us By the Trail of Dead, Low, Will Oldham, Papa M, Unwound, No Smoking Band, Trans Am, Fucking Champs, Les Rythmes Digitales, Dismemberment Plan, Man or Astro-Man?, Fuck, Silo, Immense, Rivulets, Modest Mouse, Dianogah, Eleventh Dream Day, Blonde Redhead, John Spencer Blues Explosions og síðan er Tristeza á leiðinni (allir á þá tónleika!)
Ef þú ert hins vegar bara að vitna í veðráttuna með þessum ummælum þá skil ég það nú samt alveg….það kom haglél í dag, for crying out loud!