Sælt veri fólkið..

Mér datt í hug að tipsa smá um rokkhljómsveit eina ameríska að nafni Rival Schools. Ég sá myndband með þeim um daginn á MTV og hef hreinlega verið heillaður uppúr skónum síðan. Þetta er hljómsveit frá New York sem er víst skipuð nokkrum ansi sjóuðum rokkurum. Söngvarinn og gítarleikarinn var í hardcoresveit að nafni Gorilla Biscuits (frekar silly nafn) á níunda áratugnum, og var síðan aðalgaurinn í þungarokkshljómsveitinni Quicksand í byrjun þess tíunda. Quicksand er svona hljómsveit sem ég er alltaf að heyra um, en aldrei heyrt í. Gaman væri að heyra álit þeirra á henni sem hafa heyrt í henni.

Hvað um það, í Rival Schools eru þessir gaurar eitthvað aðeins farnir að linast (ekki það að það sé eitthvað slæmt), og má segja að þeir séu að spila býsna streitforvard rokktónlist. Það er samt eitthvað við þessi tvö lög sem ég hef heyrt þá sem skilur þá frá fjöldanum, þau eru alveg fruntalega góð. Hlustið á þau og dæmið:

<a href="http://www2.islanddefjam.com/av/go.ram?num=1951359739“>Used for glue</a> (fyrsta smáskífan), Real Player.
<a href=”http://www.islandrecords.com/rivalschoolsunite/m p3/314548936_05.mp3“>Good things</a> (mp3)

Ef að þessir linkar brotna þá getið þið farið á <a href=”http://www.rivalschoolsunite.com/">heimasíðuna þeirra</a> og fetað ykkur áfram þar.

Platan þeirra, United by fate, er að ég held komin út á Íslandi.
——————————