…Trail Of Dead eru snillingar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum missti ég af þessum tónleikum, þar sem ég heyrði ekkert um þá. Mæli hiklaust með öllum þeirra diskum, (and you will know us by the trail of dead - and you will know us by the trail of dead), (and you will know us by the trail of dead - madonna), og nýji diskurinn sem er að koma út, (Source Tags & Codes), sem er allrosalegur verð ég að segja. Getið örugglega fundið einhver lög af nýja diskinum á netinu, eins og ‘how near, how far’ , ‘it was there that i saw you’ , ‘Heart Is In The Hand Of The Matter’ Og þú sem varst að spyrja um lög af ‘madonna’ diskinum, þá mæli ég bara með því að þú kaupir þér diskinn, þar sem hann er afar heilsteyptur, og tengjast öll lögin meira og minna. En ef að þú endilega vilt þá mæli ég með ‘Clair De Lune’ eða ‘A Perfect Teenhood’ eða af fyrsta diskinum þeirra ‘Fake Fake Eyes’.
Allt mjög gott. Svo vil ég láta ykkur vita af því að hljómsveitin 90 day men kemur hingað til lands og heldur tónleika í vor. Endilega tjékkið á þeim og mætið svo á tónleikana, fáið diska frá þeim í hljómalind. Svo heimta ég að mæla með nýja diskinum frá the american analog set, known by heart, sem er jafnvel betri en sá gamli (Golden Band). fílgúd mjúsík früm hell.
punk as fuck.
Kveðja,
Sindri.