Er einhver annar en ég að hlusta á þessa hljómsveit? Þetta er svo mikil snilld, næstum allt sem þeir gera verður að gulli. Reyndar varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með nýjasta diskinn, Cold House, en hann er samt snilld.
Hood hefur búið til 8 stóra diska. Þau byrjuðu sem hávaðasamt lo-fi band en hefur þróast út í að spila einhverskonar post-rokk (stundum djass-skotið) og tilraunakennda raftónlist.
Ég mæli með Rustic Houses Forlorn Valleys og Cycle of days and seasons.
p.s. hvað þýðir modern times rock n roll. aldrei heyrt þetta áður.