Til að tala um þetta málefni af alvöru, án þess að gera grína þeim sem skrifar (það eru ekki allir alvitrir eins og þið!) þá held ég að Rage og Chris Cornell verði forvitnileg blanda. Ég bíð mjög spenntur eftir efni frá þeim! Eins og hinir alvitru vita þá mun hljómsveitin ekki heita Rage… en ég hef ekki heyrt nýja nafnið ef það hefur verið gefið upp.
Það sem heillar mig mest við þennan samruna er að Chris Cornell er melódískur söngvari, rokkari en Zack var há pólitískur rappari. Tommy Morrello, gítarleikari hljómsveitarinnar (ég veit að þið vissuð það! Þegiði!) hefur eiginlega gegnt hlutverki Dj ásamt því að rokka en hefur ekki fengið að gera mikið meira en að riffa og framleiða framandi hljóð! Cornell, sem sjálfur er gítarleikari (voru hinir almáttugu búnir að pæla í því? Það eru núna tveir gítarleikarar í Rage!) hefur allt annan stíl og mjög sterkan karakter. Hann á eftir að hafa gríðarleg áhrif á tónsmíðar hljómsveitarinnar og því miður fyrir harða Rage against the Maschine aðdáendur þá getum við, að mínu mati, afskrifað hina gömlu rage. Hins vegar, ef þeir standa undir væntingum, þá fáum við eina bestu rokkgrúppu allra tíma!