Mér persónulega finnst fáránlegt að rautt.is fái að taka frá miða fyrir ALLA sína áskrifendur. Þetta er ekkert jafnrétti, maður þarf að kaupa sér símakort og vesen til að vera öruggur um að fá miða.
Þeir sem eru með rautt.is þurfa eingöngu að fara á netið og skrá sig og búið, meðan hinir þurfa að standa í biðröð eftir miðum, hvaða jafnrétti er í þessu?
Það má ekki taka frá miða, útaf hverju má rautt.is þá taka frá miða?! Ég persónulega er ekki með rautt.is en ég tými ekki að kaupa mér nýtt símkort og skipta jafnvel um símanúmer til að fá miða fyrr á tónleikana. Hvað ætli rautt.is taki frá mörghundruð miða? Þetta fyrirkomulag á þessari miðasölu á þessa tónleika er fáránlegt, þeir sem sjá um þessa miðasölu eru ekki alveg heilir í hausnum.
Til að forðast svartsölu þá þyrftu þeir í miðasölunni aðeins að leggja sig betur fram, þó svo það mundi taka lengri tíma að afgreiða hvern einn og einasta kúnna, þá er það samt þess virði til að forðast svartasölu því við vitum öll að það verður svartasala líka á seinni tónleikana. Fyrirkomulagið þyrfti að vera þannig að hver og einn þyrfti að gefa upp kennitölu, fullt nafn og heimilisfang þar sem þeir sem afgreiða miðana mundu leita þá manneskju upp í þjóðskránni og merkja við hana. Ef fólk mundi ætla að kaupa fyrir fleiri en einn, þá þyrfti það að koma með skrifleg meðmæli frá þeirri manneskju, fullt nafn, kennitölu og heimilisfang. Ég veit það er líka hægt að svindla með því að taka bara einhverjar kennitölur úr þjóðskránni en þetta mundi gera svartsölugaurunum miklu erfiðara fyrir og það mundi vera eitthvað aldurstakmark á kennitölunum úr þjóðskránni svo það sé ekki verið að falsa og þykjast vera að kaupa miða fyrir krakka fæddann 1999 eða eitthvað;)
Ég og vinir mínir erum orðnir frekar pirraðir á þessari hugsunarlausu miðasölu hjá Skífunni!
Ég legg til að ef Skífan ætlar að standa sig svona í miðasölunni þá fái þeir ekki að selja miða á fleiri skemmtanir og tónleika því þetta er eins og smábarn hafi skipulagt þetta, ég er orðinn frekar pirraður á þessu!
Takk fyrir.