Ég var að hlusta á okkar aumkunarverða útvarp um daginn og var að einungis að því vegna þess að Smells like teen spirit var þá nýbúið að klárast (með Nirvana ath.). En svo byrjar mr.Staind að spila þetta ljúfa stef sem allar stúlkur á aldrinum 10-17 eru að hlusta á þessa dagana. En mér til að koma á óvart var þetta lag ekkert svo slæmt þótt það hafi ekkert verið besta lagið á Family Values. Auðvitað var það væmið og rólegt en mér fannst það nú bara flott og held ég að Fred Durst hafi skemmt svolítið fyrir laginu á Family Values (þótt það hafi örugglega verið hann sem gerði það frægt). Þetta er allaveganna fínt lag og vil ég ekki heyra nein skítköst í það afþví að það sé rólegt, frægt eða að Aron Lewis og Fred Durst komu nálægt þessu.
<br><br><div align=“Right”>No Offence<i><font color=“green”><a href="http://kasmir.hugi.is/Tannbursti/">Tannbursti</a