Ég gjörsamlega dýrkaði Limp Bizkit “back in the day”, en þá voru þeir frekar fáir sem vissu hvað ég var að bulla þegar ég nefndi þá á nafn. En í dag eru nánast allir rokkarar búnir að fá upp í kok af Fred og félögum, og eru það helst krakkar sem hlusta bara á það sem er vinsælt sem fíla þá í dag.
Vinsældir/óvinsældir Limparanna stafa helst af því að Fred Durst hefur verið voða duglegur að poppa upp í fréttadálkum út um allt með eitthvað skítkast á önnur bönd, t.d. Creed og Slipknot.

Ég hef verið að vellta þessu fyrir mér, því þegar ég er spurður hvernig ég sé að fíla bönd sem ég hata þá er ég sjálfur ekkert að spara stóru orðin.

Er Durstarinn bara böggari sem er að troða sér í fréttirnar og vekja athygli á bandinu sínu, eða er hann bara hreinskilinn gaur?