Ég fór í Rokksmiðjuna og það var geðveikt og ég hvet alla sem hafa aldur til að koma á næsta ári
Hér er allt um þetta
Rokksmiðja Garðalundur 23.-25. febrúar 2001
Félagsmiðstöðin Garðalundur ætlar að bjóða upp á Rokksmiðju þessa helgi í samvinnu með FÍH. Félagsmiðstöðvar geta sent unglinga sem hafa áhuga og/eða reynslu af tónlistarflutningi eins og gítar-, bassa-, trommu-, hljómborðsleik, söng og tölvutónlist. Rokksmiðjan verður núna haldin í annað sinn. Síðast komust færri að en vildu.
Hugmyndin er að hóa saman unglingum 13 til 18 ára víðs vegar af landinu með mismunandi reynslu og þekkingu og fá þá til að spila saman eina helgi. Vanir hljómlistarmenn verða á staðnum og miðla af sinni reynslu. Endapunkturinn verða síðan tónleikar í Garðalundi sunnudaginn 25. feb. Kl. 14:00. Þá koma þær hljómsveitir sem myndaðar voru í Garðalundi til með að spila nokkur lög. Heimildarmyndband verður tekið upp og gefið út eftir helgina.
Hámarks fjöldi þátttakenda er 30 manns. Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis svefnpoka, dýnu, föt til skiptana, hljóðfæri og einhvern vasapening. Hægt er að komast í sund og sturtu í Íþróttahúsinu í Ásgarði.
Dagskrá:
Föstudagurinn 23.02.2001
Mæting í Garðalund kl. 16:00
Kynning og hópefli Kvöldmatur kl. 19:00
Pizza og kók
Strengir stilltir saman og grunnurinn að hljómsveit lagður til kl. 24:00
Laugardagurinn 24.02.2001
Morgunmatur kl. 10:00
Æfingar hefjast aftur eftir morgunmat
Hádegihlé kl. 13:00 til 14:00. Súpa og brauð
Heimsókn í studio og sýnt hvernig upptaka fer fram
Hljómsveitaræfing fram að mat
Kvöldmatur kl. 19:00 Grillaðir hamborgarar og pylsur og kók
Æfingar halda áfram fram á kvöld
Sunnudagurinn 25.02.2001
Morgunmatur kl. 10:00
Æfingar til kl. 12:00
Hádegismatur kl. 12:00 til 13:00 Pizza og kók
Stillt upp og gert klárt fyrir tónleika
Tónleikar kl. 14:00
Brottför frá Garðalundi kl. 17:00
Kostnaður er 3500 kr. á mann. Innifalið í því er gisting, sund/sturta, morgunmatur (laug-sunn), hádegismatur (laug-súpa og brauð-sunn-pizza) kvöldmatur (föst-pizza-laug-hamborgar og pylsur) og ferðir um helgina. Þátttaka tilkynnist til starfsmanna Garðalundar í síma 565-7251 eða gardalundur@gardabaer.is fyrir 17. febrúa