Á yngri árum sínum var Kurt oft veikur af berkjukvefi og er hann var sjö ára skildu foreldrar hans. Hann varð þá mjög ófelagslyndur og erfiður, hann náði sér aldrei almennilega eftir þetta. Eftir skilnaðinn flutti Kurt á milli ættingja og á tímabili bjó hann undir brú, en þess má geta að þar fékk hann hugmyndina af laginu “Somthing in The Way”. Á þessu tímabili í æfi sínu kynntist hann Krist(Chris) Novoselic og þeir hlustuðu mikið á breskar hljómsveitir s.s. Sex Pistols. Krist Novoselic fæddist 16. maí árið 1965. Krist var tékkneskur að uppruna en bjó í Bandaríkjunum. Hann kynntist Kurt þegar Kurt hafði verið rekinn að heiman af móður sinni. Í gagnfræðaskóla var Kurt lagður mikið í einelti. Kurt hefur ætíð haft óbeit á skólakerfinu. Kurt og Krist stofnuðu ótal hljómsveita áður en Nirvana varð að raunveruleika. Þeir léku saman í fjölmörgum hjómsveitum þar sem að Krist var söngvari og gítarleikari en Kurt trommari en síðar skipti Kurt yfir í sönginn og gítarinn er Krist fór að leika á bassa og þannig var hljóðfæraskipunin enn þegar hjómsveitin sundraðist við andlát Kurts. Mér finnst söngrödd Kurts vera ein flottasta rödd sem ég hef heyrt!!!! Þannig að það var ágætt að þeir skiptu. Krist er nú í hjómsveitinni Sweet 75 en hefur einnig spilað töluvert með Elton John. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem Nirvana varð til og aðeins þremur árum seinna fengu þeir sinn fyrsta plötusamning. Þegar Kurt varð frægari og hjómsveitin vinsælli fór Kurt að hafa áhyggjur af því að þeir væru að laða að vitlausa hópa samfélagsins, þá sem punk-samfélgið hefur óbeit á. Í febrúar 1992 giftist Kurt söngkonunni Courtney Love sem þegar var barnshafsndi. Í ágúst sama ár fæddist dóttir hans sem síðar var skírð Frances. Kurt reyndi að fyrirfara sér sama ár en án árangurs. Þann sjöunda apríl fannst Kurt dáinn á heimili sínu og læknar sögðu hann hafa dáið tveimur dögum áður. Lögreglan telur hann hafa framið sjálfsmorð en fjölmargar sannanir benda til þess að hann hafi verið myrtur, eins og t.d. að hann var skotinn mrð byssu og það voru enginn fingraför á byssuni en samt var hann ekki í hönskum. Þetta finnst mér voðalega skritið og held því fram að hann hafi verið myrtur. David Grohl fæddist 14. janúar árið 1969 en hann var aðal-trommari Nirvana. Dave var ekki í Nirvana er þeir tóku upp sína fyrstu plötu, Bleach, en þá var Chad Channing á trommur ef frá er talin “Floyd the barber”, “Paper cuts” og “Downer” þar sem Dale Crover barði á trommurnar. Dave var afturmóti eini trommarinn við upptöku
Bára Sif Ómarsdóttir og Tinna Harðardóttir