KoRn vs Fantomas
Langaði aðeins að ræða um þetta Fantomas rúla, Korn sökkar dæmi hér á huga. Mér finnst mjög gaman að þessum, að ég held í flestum tilvikum, ungu drengjum sem fynnst ægilega sniðugt að rakka Korn niður og tala um þá sem vinsældarpopp osfrv. Þessir ungu drengir eru nefnilega með svo miklu betri tónlistarsmekk en aðrir og hlusta helst á hljómsveitir sem engin kannast við, það er nefnilega svo svalt. Hinkrum aðeins, ég er ekki með þessu að segja að neðanjarðar hljómsveitir séu lélegar heldur frekar að þær sem eru á yfirborðinu geta verið alveg eins góðar. Hvers vegna er það svona slæmt að geta selt plötur í bílförmum? Voru Bítlarnir svona askoti lélegir??? Svo er að mínu mati fátt glataðara en að hætta að hlusta á hljómsveit bara að því að aðrir komust að því hvað hún er góð. Ég var á fyrri tónleikunum og viðurkenni það að mig langaði til að kenna þessum vitleysingjum sem púuðu á Fantomas ærna lexiu. En málið er að Fantomas er bara svo framsækin að þú þarft að vera drullusteiktur (ath. hér meina ég á jákvæðan hátt) til að kunna að meta þá. Ég er steiktur en ég verð að segja að ég fannst þeir ekkert spes. Fáum eitt á hreint, Dave Lombardo er frábær trommari og við þurfum ekkert að skeggræða um hæfileika Mike Patton en það er ekkert endilega nóg! Ég hef spjallað við marga gamla rokkarana sem dýrkuðu þessa tvo menn á sínum tíma sem voru engan vegin að “fíla” þá í höllinni. Ég fæ það á tilfinninguna að sumir þeirra sem fara fögrum orðum um Fantomas geri það svo þeir líti út fyrir að vera með dýpri tónlistarsmekk en aðrir. Svo eru að sjálfsögðu aðrir sem kunna í raun vel að meta Fantomas og ekkert nema gott um það að segja. Síðan varðandi Korn. Ég held að þessi frábæra “live” frammistaða segi allt sem segja þarf um hæfileika þeirra sem tónlistarmenn.