Leiðinlegt að svekkja þig, litli kall, en það var mergjað!
Fyrst komu Coral, þéttir og flottir, Weezer lögin sem þeir tóku voru My Name Is Jonas, Say it ain't so (því fylgdi sú saga að þetta hefði verið alfyrsta lagið sem hljómsveitin spilaði, ever)og Hash Pipe. Minnir mig.
Þá var komið stuð í mannskapinn og sérstaklega vil ég minnast skemmtilegs fýrs með axlabönd sem hafði einstaklega mikla ánægju af að dansa eins og fífl fyrir framan sviðið. Vil ég bera honum mínar bestu þakklætiskveðjur fyrir að vera einstaklega fyndinn.
Svo komu Jan Mayen, þeir komu mér skemmtilega á óvart, hafði bara heyrt Shut up lagið þeirra og fílaði það vel, góður útvarpssmellur, en restin af efninu var virkilega að virka vel á mig, þeir eru svona pönk rökkaðir, ég er ekki að meina Blink182 pönk style, sem ég get ekki skilið að sé mikið skylt pönki
(mín persónulega skoðun, don't shoot me!) heldur svona Rokk í Reykjavík, hresst&hrátt og þeir voru virkilega færir, að mínu mati, og reyndar allar 3 hljómsveitirnar. Þeir tóku líka My name is Jonas, svo tóku þeir Surfwax America, The World has turned and left me here og Buddy Holly. Það var skemmtilegt að heyra 2 mismunandi hljómsveitir taka sama lagið. Já þeir fóru vel með Weezer lögin að mínu mati. Þeir voru ekkert að breyta miklu, heldur reyndu að ná þeim note for note. Held að það hafi verið öll Weezer lögin sem þeir tóku.
Á þessu tímabili var fyndna dansfíflið í pásu en 2 einstaklega hressir alkólistar voru að fríka út, einn sérstaklega flottur, með flott krullað hár og alltaf að öskra “LIFI ROKKIÐ!” og kallinn stoppaði ekki út alla tónleikana heldur dansaði eins og endalok heimsins réðust af því. Já það var hresst.
Svo komu Lokbrá, einstaklega flott hljómsveit, trommur, bassi, hljómborð og gítar. Þétt og flott og hljómborðið var virkilega að gera góða hluti.
Á þessu tímabili var ég reyndar hætt að sjá uppá sviðið. Hinn hressi alkóhólistinn stóð með sígarettuna sína sem hann sníkti af okkur vinunum, með orðunum “Megi öll hamingja og gleði í heiminum fylgja þér heillakallinn minn, þetta er æðislegt, bjór er æði! Ekkert þunglyndi meira, heimurinn er frábær!” Þar sem að ég var átakanlega edrú, gat ég ekki annað en velt fyrir mér líðan gaursins þegar hann myndi vakna draugþunnur sunnudagsmorguninn…anyhú…
ég semsagt sá ekkert uppá svið og var víst að missa af helvíti góðu sjói þar sem Tinni gítarleikarinn og aðalsöngvarinn fór sífellt úr fleiri og fleiri flíkum, já allir úr að ofan sagði hann, þá kom fyndna dansfíflið í axlarböndunum aftur, sá var nú hress…væri til í að fara útað dansa með honum! hressleikinn allsráðandi ;)
Lokbrá tóku weezer lagið Undone - The Sweater song, ég var svo að búast við að þeir tækju in the garage eða only in dreams, mér finnst þeir soldið svoleiðis..Kanski skjátlast mér.
Engu að síður, allt frábærar hljómsveitir, mér líkaði þetta með miklum yndisbrag frábært kvöld, tónleikarnir voru til svona hálf 3- 3 og takk fyrir mig :) <br><br><a href="
http://www.allmusic.com“>Hosendorfen</a> <a href=”
http://www.leoncie-music.com“>Op med humoret</a> <a href=”
http://www.placeboworld.co.uk/“>Lyfleysa</a> <a href=”
http://www.swanlee.dk“>Swan Lee</a> <a href=”
http://www.oranger.net/">Stoney Curtis In Reverse</a>
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Listen to what the flowerpeople say, listen it's getting louder everyday, listen it's like a boat out of the blue, listen.. it could be calling out for you… </i><br><h