Nú þar sem fjöldinn allur af stórhljómsveitum eru að koma hingað til lands langar mig að fá ykkar álit á því hvaða hljómsveitir ættu að hita upp fyrir hverja…

Tónleikahaldarar eru búnir að segjast ætla að skapa smá Festival stemmningu fyrir tónleika Deep purple og Metallice svo það verða 2 og jafnvel 3 hljómsveitir að hita upp fyrir þær.


Fyrir metallica langar mig mest að fá að sjá Botnleðju, Brain Police og Ham(plííís :D ) Svo jafnvel að fá naglbítana….

Fyrir Deep purple væri nú best að fá eitthverja gamla rokkara frá þeirra tíma, verst að ég þekki lítið inn á þann markað…En uriah heep eru taldir líklegir, þekkið þið eitthver íslensk bönd í svipuðum dúr og Purple?

Svo fyrir Placebo myndi ég velja Maus, soldið lík tónlist og svo eru maus náttúrulega snillingar.


Ég persónulega myndi ekki velja mínus á neitt af þessu.


Hvert er ykkar álit?

p.s. sleppið öllu skítkasti takk fyri