Noise ásamt fíkn í Hinu húsinu
Ég fór á noise tónleika í hinu húsinu í gær. Hljómsveitin fíkn var með þeim þetta kvöldið. Fíkn byrjuðu og mér fannst þeir ekkert spes en samt mjög efnilegir og alveg með sviðsframkomu á hreinu. Svo tóku noise við og bara vá! Þeir voru rosalegir! 'Eg hef sjaldan eða aldrei séð noise svona góða! Dúndurþéttir og flottir á sviðinu. Áhorfendurnir voru greinilega að digga þetta í klessu því stemmarinn var rosa góður og margir sungu með. Sérstaklega fannst mér nýju noise lögin órtúlega flott. Fathead eða fat hat (veit ekki hvort það heitir) var geggjað! Líka the drama queen og svo náttúrulega öll lögin af Pretty Ugly. En mér fannst þetta allavega snilld og skemmti mér konunglega. Hvað fannst ykkur hinum sem fóruð?