Ég fékk það verðuga verkefni að setja saman disk með því besta úr íslenska rokkinu á nýliðnu ári fyrir frænku mína sem býr erlendis (ekki að það komi málinu e-ð við).
Þetta þarf nú reyndar ekkert að vera rokk, gæða-popp sleppur alveg (vil ekki sjá rapp). Þannig að ég vil fá að heyra einhverjar hugmyndir frá ykkur kæru hugarar.
Ég er reyndar kominn með smá hugmyndir: Mínus fá væntanlega tvö lög, Maus fá e.t.v. þrjú (kom Musick ekki annars út á árinu?), líklega tvö lög frá Brain Police, ætli Kimono fái ekki eitt, pottþétt eitt lag með Jan Mayen (hvernig sem þetta er skrifað), Naglbítarnir fá eitt eða tvö, ætli maður laumi ekki einum dr. Gunna með, svo er spurning með Hölt hóra (Halta Hóru).
Allavega þá vil ég fá að heyra hugmyndir, en ekki vera að dæla í mig einhverju underground stöffi sem enginn þekkir.
Með fyrirfram þökk, Audioslave