Ég þakka hrósið en greinin þín var samt sem áður lítilmennskuleg og aðeins til þess gerð að benda á klúður sem allir hefðu getað lent í. Það sem tókst hjá Amos gerðu þeir mjög vel að mínu mati. Af hverju minntistu ekki á það?
Það er nær ómögulegt að fara í gegnum eina tónleika án einhvers konar klúðurs, af mannlegum eða tæknilegum orsökum, og það er því algengt að -segjum á fjögurra tónleika fresti- komi fyrir klúður sem hægt er að flokka undir stórfeld klúður (þessi tíðni er ekki grafin í stein enda hljómsveitir mismunandi góðar í að redda sér og fyrirbyggja slíkt). Amos eru ungir og þurftu að mæta á aðra tónleika þetta kvöld þannig að viðbrögð þeirra eru mjög skiljanleg. Þessi tvö lög sem þeir áttu eftir voru háð þessu playbacki sem klikkaði þannig að hlutirnir fóru í kerfi. Ekkert vanhugavert við það. Leiðinlegt en réttlætir ekki skrif þín.
Ég er ekki að reyna að gera mig að “krúsídúllu í dós”, hvað svo sem það þýðir. Þú hreinlega sýndir algjöra vanþekkingu á tónleikahaldi. Ef þú ætlast til að hljómsveitir, sem eru að byrja að koma sér á framfæri, þurfa að sjá um allt sitt hafurtask sjálfar, koma fram kauplaust og þurfa síðan að sitja undir dómum og kvörtunum hjá besservisserum, séu flawless á tónleikum þá skaltu búa þig undir vonbrigði. En það er það sem þú virðist gera þannig að ég dró þá ályktun (og geri enn) að þú sért ekki tónleikavanur maður. Hættu að kvarta of vertu frekar feginn að þú lifir í landi þar sem þú getur fengið þessa flóru tónlistar ókeypis!
Að lokum skaltu ekki vera upp með þér út af hversu margir lásu greinina. Bókin hennar Lindu P. var metsölubók um jólin og það var crap ársins. Þú getur fengið fólk til að lesa allt ef þú selur það rétt! Galdurinn við að skrifa góða grein er að fá fólk til að muna eftir henni! Titill greinarinnar benti til innihalds en hún var innantóm. Þess vegna voru svör okkar Muggs það eina sem hægt var að segja um hana. Það eru nógu margir illar á netinu að tala út um rassgatið. Ekki vera einn af þeim. Leggðu eitthvað til málanna þegar þú hefur eitthvað að segja.
Kv. Dojo<br><br>
http://www.jupiterfrost.net/pan