Kiss byrjaði um 68 og hétu þá Wicked Lester. Paul stofnaði hana og fékk svo Gene með sér. Ace og Peter komu stuttu seinna. Þeir störfuðu svona saman þar til í kringum 1980-82 er uppúr sauð og Peter og Ace hættu en Paul og Gene héldu áfram og fengu meðal annars Eric Carr til að vera á trommum. Hann er núna dáinn. Svo 1996 þegar að Kiss spilaði á Unplugged tónleikum hjá MTV að Paul og Gene ákváðu að hafa samband við Peter og Ace og fá þá til að spila með sér sem þeir þáðu og eftir þetta varð ekki aftur snúið. Við tóku strangar æfingar og slíkt og úr varð næstum tveggja ára heimsreisa þar sem reyndar USA fékk nánast helminginn af tímanum en þeir fóru nánast alls staðar. Þetta má sjá á myndbandi sem heitir Kiss the second coming. Þaðan er nú öll mín viska komin. Held reyndar að þeir séu búnir að gefa út yfirlýsingu um að þeir séu hættir. Paul Stanley er búinn að þurfa að fara í mjaðmaaðgerð og svo eru þeir að nálgast sextugt þannig að maður skilur að þeir vilji fara að hætta. Hins vegar sá ég um daginn disk með þeim og held ég sinfóníuhljómsveitinni í London. Er samt ekki viss en veit að þetta var einhver sinfóníuhljómsveit. Hef ekki hlustað en býst við að hann sé góður. Svo er líka til diskur með þeim (DVD held ég) sem er gerður í Vegas. Allt er þetta gott held ég vegna þess að þeir eru snillingar. Tek líka fram í lokin að þann tíma sem að Peter Criss og Ace Freylee voru ekki með að þá voru þeir ekki með farðann framan í sér og þannig voru þeir ekki þegar að þeir komu hingað til lands late 80´. Er reyndar svo heppinn að eiga eiginhandaáritun þeirra allra frá þeirri heimsókn.