Hér er stutt ritgerð sem ég og vinur minn gerðum fyrir stuttu….



Inngangur
Þessi ritgerð er um hljómsveitina Nirvana og sögu hennar. Forsprakki hennar var Kurt Cobain sem ólst upp Aberdeen sem er litill bær í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Hljómsveitin náði mikilli frægð og hefur haft mikil áhrif í rokktónlist. Nirvana leið undir lok þegar Kurt Cobain lést árið 1994.


Stofnun hljómsveitarinnar
Hljómsveitin Nirvana var stofnuð af Kurt Cobain og félögum hans sem höfðu í nokkur ár spilað saman í hljómsveitum sem gengu undir ýmsum nöfnum. Kurt Cobain stofnaði hljómsveitina Stiff Woodies með Chris Novoselic árið 1985 í Aberdeen sem er lítill bær rétt við Seattle í Washingtonfylki. Kurt Cobain spilaði á trommur í þeirri hljómsveit, Chris Novoselic á bassa en hinir og þessir sungu og spiluðu á gítar. Seinna var hljómsveitinn skírð Skid Row. Kurt Cobain varð gítarleikari þeirrar hljómsveitar og einnig söngvari. Chad Channing, trommari, gekk til liðs við þá. Árið 1987 var hljómsveitinn skírð Nirvana sem þýðir himnasæla í Hindúisma. Nokkru síðar leysti Dave Grohl Chad Channing af sem trommuleikara hljómsveitarinnar.


Kurt Cobain
Kurt Cobain var söngvari, gítarleikari, og laga/textasmiður hjómsveitarinnar Nirvana. Kurt fæddist í smábænum Hoquaim í Washingtonfylki þann 20. febrúar 1967. Faðir hans var bifvélavirki en móðir hann gengilbeina. Fjölskyldan flutti þegar Kurt var ungur til bæjar að nafni Aberdeen. Þegar hann var aðeins 7 ára skildu foreldrar hans.

Eftir skilnaðinn flutti Kurt á milli ættingja og um tíma bjó hann undir brú. Hann glímdi einnig við ofvirkni sem gerði honum skólagönguna erfiða. Hann kynntist Krist Novoselic árið 1985. Kurt og Krist, sem kallaður er Chris, stofnuðu ýmsar hljómsveitir áður en Nirvana varð að raunveruleika. Í fyrstu lék Kurt gjarnan á trommur en Chris söng og spilaði á gítar. Árið 1986 varð Nirvana til.

Í febrúar 1992 giftist Kurt söngkonunni Courtney Love sem gekk þá með barnið hans. Í ágúst á sama ári fæddist dóttir þeirra sem var skírð Frances. Kurt glímdi við þunglyndi og eiturlyfjavandamál. Hann reyndi margoft að fremja sjálfsmorð. Þann 5. apríl 1994 batt hann endi á líf sitt. Hann fannst látinn á heimili sínu þann 8. apríl. Sumir draga þó í efa að hann hafi framið sjálfsmorð og halda að hann hafi verið myrtur.

Sem barn hlustaði Kurt Cobain mikið á Bítlana en síðar fór hann að hlusta á þungarokk og pönk, m.a. á hljómsveitir eins og Sex Pistols. Þessar tónlistarstefnur höfðu síðar áhrif á tónlistarsköpun hans.











Um plöturnar
Nirvana gaf út smáskífu í desember árið 1988 með laginu Love Buzz. Fyrsta stóra plata Nirvana var Bleach sem kom á markað haustið 1989. Það var platan sem kom þeim af stað. Hún var gefin út af litlu plötufyrirtæki sem gat ekki eytt miklu í markaðsetningu og kynningar á plötum. Hljómsveitin var þó mjög dugleg að koma plötunni á framfæri, sérstaklega á meðal háskólanema. Nirvana hélt tónleika í háskólabæjum og eftir það var Bleach mikið spiluð í háskólaútvarpi. Í byrjun seldist hún í 35.000 eintökum sem var góð sala fyrir svo lítt þekkta hljómsveit. Þessi velgegni vakti athygli stærri hljómplötuútgefenda sem tóku að keppast um að bjóða hljómsveitinni samning.

Nirvana skrifaði undir samning við plötufyrirtækið DGC og sumarið 1990 kom út smáskífa sem innhélt lögin Sliver og Dive. Í október 1991 gáfu þeir út plötuna Nevermind. Hún var söluhæsta plata þeirra og hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Smells like Teen Spirit af Nevermind komst í ,,topp tíu” á Bandaríska vinsældalistanum.

Síðasta stúdíóplata Nirvana kom út árið 1993 og ber nafnið In Utero. In Utero var vinsæl, en seldist ekki eins mikið og Nevermind.

Unplugged in New York er hljómleikaplata með Nirvana sem var tekin upp fyrir MTV sjónvarpstöðina. Þetta voru rólegustu tónleikar hljómsveitarinnar. Kurt Cobain sat á stól með kassagítar en vanalega stóð hann með rafmagnsgítar og gerði allt brjálað eins og þegar hann spilaði t.d. Smells like Teen Spirit sem er eitt frægasta rokklag í heiminum. Nokkur af bestu lögum sveitarinnar eru á disknum Unplugged in New York. Lög svo sem About a Girl, Come As You Are og fleiri.

Síðasta lagið sem vitað er að Nirvana hafi gert heitir You Know You´ re Right. Almenningur vissi ekki af þessu lagi fyrr en í fyrra en þá var lagið gefið út á safnplötu með öllum vinsælustu Nirvana lögunum


Lokaorð
Við völdum hljómsveitina Nirvana því okkur finnst hún skemmtileg. Við höfum farið yfir feril hennar og fjallað um Kurt Cobain, lagasmið, gítarleikara og söngvara hennar. Bæði Kurt Cobain og Nirvana eru meðal áhrifamestu rokkara/rokkhljómsveita samtímans.