Maður var hreint og beint nýbúin að koma af tónleikunum í augnablikinu, og alveg gífurlega ánægður með þetta hjá þeim.
Fyrst komu náttúrulega Mínus sem voru svona alveg ágætir.. að mínu mati, söngvarinn hýsti hendi sinni vel og lengi innan að klofi sínu, og leyfði áhorfendum að snerta sig. Seinna komu Muse eftir auðvitað mikla bið, og spiluðu mjög vel. Tóku reyndar ekkert rosalega mörg lög, en svona mikið þetta sem hefur verið vinsældast hjá þeim. Og á meðan sá maður flott show á skjá uppá sviðinu sem var ekki verra fyrir þá sem komu bara til að geta sagst hafa komið :p
Þeir enduðu svo með frábæru lagi. Og komu áhorfendum á óvart með stórum blöðrum dreifðum í lýðinn.
Annars er það alveg rosalegt hversu flott spilið var á píanóið.. hreint og beint magnað. Og vona ég að þeir stæli Coldplay, og komi aftur ! Kostur líka við það hversu lausir þeir voru við alla sýndarmennsku uppá sviði.
Gute nacht og takk fyrir orðið
Sigrún