Bassaleikari BoB látinn fara:
Eins og glöggir menn sjá hefur bassaleikari íslenska underground bandsins BoB verið leystur frá störfum eftir ánægjulegt samstarf frá 19. ágúst 2002. Uppgefin ástæða brottvísunarinnar var áhugaleysi og vanhæfni, en Kolbrún byrjaði að spila á bassa á sama tíma og hún kom inn í hljómsveitina; og var skilyrði hennar að þeir, Matti, Finnur og Frikki, myndu kenna henni jafn óðum. Eitthvað hefur kennaragenið brugðist þeim því Kolbrún hyggur á frekara nám eftir áramót. Hvað varðar áhugann vísar hún því algjörlega á bug, hún hafi gefið sig fullkomlega í starfið og harmi því mjög ákvörðun BoB manna að láta andlit og ímynd hljómsveitarinnar róa.
En samstarfinu er þó ekki lokið að fullu. Kolbrún mun koma áfram við sögu þegar kemur að því að langþráð plata BoB, BoB for Dummies, líti dagsins ljós. Enda syngur hún og spilar á gripnum.
Það er annars að frétta af Kolbrúnu að ný hljómsveit er í bígerð og svo sóló-söng project.
Framtíð eftirstandandi meðlima BoB er óráðin en, eins og er hefur Doddi úr Heróglym tekið sér bassann í hönd. Mun sú uppröðun standa á næstu tónleikum sveitarinnar þann 17. des. á kaffi 11.