jæja…eg skellti mér á palindrome,doddann & noise áðan í hinu húsinu.. mér fannst ekki nógu góð mæting.. doddinn byrjaði og spilaði ljúfa gítartóna undir lágstemmdan söng(ásamt flautu og einhverju öðru furðuhljóðfæri)og honum tókst bara vel til..ekki alltof of oft sem maður sér svona unga trúbadora…
næstir voru palindrome sem ég hafði mjög gaman af.. þeir spiluðu placebo-legt rokk en án þess að stæla placebo..bara undir áhrifum greinilega..eina sem var að var sándið..heyrðist stundum ekki nóg í söngvaranum en stundum of hátt..en þau stóðu sig með prýði og voru frekar þétt..meiri æfing og þá verður þetta eflaust mjög gott band…
síðastir á svið voru noise. ég fíla noise í tætlur og finnst þeir eitt efnilegasta band landsins..þeir byrjuðu af krafti með laginu hollow og tóku svo helstu lög plötunnar þeirra(fannst samt vanta freeloader,alger snilld) og coveruðu lag með silverchair og gerðu það vel, noise stóðu sig mjög vel og ég fór ekki heim vonsvikinn..eina sem var að einsog hjá palindrome var það að sándið var ekki alveg nógu gott..en engu að síður voru noise mjög kraftmiklir og þéttir(hef séð noise betri en voru samt geðveikt góðir! )..
þetta voru massa rokk tónleikar og ég mæli með að fólk kíkji á þessar hljómsveitir því þær rokka!! hverjir hérna fóru á þessa tónleika?
veit einhver hér hvort noise spilar á airwaves?