Það er mér sönn ánægja að segja ykkur frá tónleikum The Album Leaf í Austurbæ næstkomandi fimmtudag kl. 21:00. Mörg ykkar kannst eflaust við nafnið enda vorum við Hljómalindar-piltar duglegir við að kynna þetta eins manns verkefni Jimmy Lavalle á sínum tíma. Það leiddi síðan óbeint til þes að The Album Leaf fór á tónleikaferðalag með Sigur Rós og nú er hann hingað kominn til að taka upp þriðju breiðskífu sína og spila á þessum einu tónleikum, eins og áður segir.

Lavalle hefur nú dvalið hér á landi í um tvær vikur og hljóðritað nýtt efni með aðstoð meðlima Sigur Rósar, Aminu og Black Heart Procession (Touch & Go) og má reikna með að það muni líta dagsins ljós í byrjun næsta árs. Við megum því eiga von á nýjum lögum í bland við eldri á þessum tónleikum sem margir hafa beðið eftir lengi.

Svo að allir séu með það á hreinu þá hefjast téðir tónleikar klukkan 21:00 á fimmtudaginn og kostar 1000 krónur inn. Við sjáumst þá….

árni viðar

www.albumleaf.com
www.tigerstylerecords.com