Trend að hata þá?
Well, ég get náttla ekki svarað fyrir aðra en ég vil bara segja að ég hef sjálf aldrei þolað þá. Sá þá fyrst (?) spila í Norðurkjallaranum í MH síðasta vetur þegar þeir hituðu upp fyrir Mínus. Fannst mér þeir alveg óhemju leiðinlegir þá.
Seinna sá ég þá svo á X-mas (minnir mig *gleymn*, bæði voru þeir leiðinlegir og með gjörsamlega fáránlega rokkstjörnu stæla. Voru eiginlega hlægilegir, voru svo mikið að rembast við að vera kúl. Trommuleikarinn hennti t.d. trommukjuða beint í hausinn á einhverri stelpu og annar af þeim skvetti Mountain Dew yfir fullt af fólki, held engum hafi líkað það.
Hef kannski séð þá spila oftar.. man það barasta ekki.
En þetta með trend… er ekki málið bara að fullt af fólki hefur aldrei heyrt í þeim áður? Svo sér fólk þá spila á FF tónleikunum og fer að tjá sig um sína skoðun á þeim. Þó margir tjái svipaðar skoðanir á einhverju á sama tíma er það ekki endilega eitthvað trend. Meina… var t.d. bara trend að vera á móti Íraks-stríðinu, margir voru á þeim tíma að tjá sig með mjög svipaðar skoðanir…
En svo ég komi aftur að upphaflegu umræðunni… Vínyll eru ömurlegir að mínu mati, skammast mín fyrir að vera Kópavogsbúi þegar ég heyri í þeim… heyrði allavega e-r tímann að þeir væru úr Kópavogi. Þeir eiga reyndar alveg… eitt gott lag, að mig minnir… geta verið stolltir af því.. en það eiga allar hljómsveitir eitt gott lag… næstum allar amk.<br><br><a href="
http://kasmir.hugi.is/smist">Kasmír :)</a>
<b>Væri e-ð líf án tónlistar???</b>
P.S. Nemo saltat sobrius, nisi forte insanit ;)