Textar hljómsveitarinnar Pearl Jam geta verið mjög flóknir og þá er hægt að túlka á marga vegu. Sumir texta þeirra eru samt mjög auðlesnir eins og t.d. Jeremy.
Textinn við lagið Black er ekki bara saminn af Eddie Vedder söngvara hljómsveitarinnar heldur einnig af gítarleikaranum Stone Gossard og ég hugsa að hann sé heldur ekki um neina sérstaka lífsreynslu sem þeir hafa lent í heldur er textinn sennilega bara
uppspuni (þetta getur þó vel verið vitleysa í mér)
Að mínu mati fjallar textinn um einhverja konu eða barn sem aðalpersóna textans (sennilega karlmaður) hefur misst, annaðhvort vegna þess að hún deyr eða vegna þess að hann hefur verið ástfanginn af henni en greip ekki tækifærið þegar það gafst og missti hana frá sér (í því tilviki er mjög líklegt að textinn sé saminn í kringum lífsreynslu)
Ástæðan fyrir því að ég held þetta er sú að í textanum eru ýmsar setningar sem styðja þetta :
“i know someday you'll have a beautiful life, i know you'll be a star in somebody else's sky, but why, why, why can't it be, why can't it be mine?” - Þarna er eins og að hann hafi verið ástfanginn en sambandið hafi ekki gengið og hann sér eftir því, annað dæmi þetta er þessi lína : “all the love gone bad, turned my world to black”
Aftur á móti eru setningar í textanum eins og “and all i taught her was everything” sem styðja þá túlkun að hann sé að tala um barn vegna þess að foreldrar kenna börnum sínum flest. Hann segir líka “i take a walk outside, i'm surrounded by some kids at play
i can feel their laughter, so why do i sear and twisted thoughts that spin round my head” Þarna sér hann börn að leika sér og verður sorgmæddur!
Annars langar mig bara til þess að benda á að á síðunni www.theskyiscrape.com er hægt að finna túlkanir á flestum útgefnum lögum pearl jam sem aðdáendur senda inn, annars hafa meðlimir pearl jam mælt með því að fólk finni sínar eigin túlkanir á lögum þeirra, og það er kannski þess vegna sem að það eru ekki til neinar “opinberar” túlkanir á lögunum sem þeir hafa sent frá sér.
En þetta var þó það sem ég held að textinn fjalli um …
Björn Þór.