Flott könnun hjá fokkoff! Skemmtilegt efnisval og vandað til valkostanna. Mættu sannarlega koma oftar svona góðar kannanir og ekki bara á þetta áhugamál.
Samt finnst mér auðvitað eitthvað vanta. Ef hún verður að spila á hljóðfæri er THE sex-kitten rokksins Debbie Harrie fallin út og mig minnir nú að bassaleikari Talking Heads (nú í Gorillaz?) hafi bara ekki verið gella.
Sú sem mér finnst vanta er Chrissie Hynde úr The Pretenders. Skemmtilegt band með alvöru rokkgellu í fararbroddi (sjáið bara meiköppið á henni í Brass in Pocket myndbandinu!) sem virðist því miður orðin nokkuð gleymd.
Ég valdi nú samt hana Meg White. Hún er rokkgella þessa áratugs. No-bullshitt kelling sem getur tjáð sig skammarlaust og er engin dúkka. Sem mér finnst bara kúl.
Svo er hún auðvitað í bandi sem er vonandi að minna fólk á að pródúksjón er ekki ráðandi atriði. Son House þurfti bara að syngja, klappa og stappa til að slá við 97% þess sem kemur inn á vinsældarlista í dag…<br><br>-
Life's to short for bad beer and boring cars.