Ég fór að sjá alice cooper live um daginn útí bretlandi og hann er frekar góður enda er musicin hanns ágæt.
Hann er nú alltaf svona sérstaklega klæddur og hann var í leður jakka og svona.
Hann héllt líka alltaf á einhverjum prikum einsog biljardkjuða,sverði,staf,ofl.
Hann var meira seigja kominn með einhverja risa eiturslöngu sem var gegt cool.
Hann var ekki með neina elda eða neitt enda var þetta bara festival (ekki hróaskelda) og hann gerði slatta mikið meða við það enda held ég að hann sé frekar góður á svona ekta ALICE COOPER tónleikum því þá gerir hann meira.
Hann henti 4 risastórum bolltum til áhorfenda og allir réðust á þá.
Eitt var það sem ég tók eftir að ungafólkið var ekki það versta þó það lamdi og barði allt í kringum sig þá voru svona 40-50 ára kallar sem öskruðu og ýttu öllum einsog þeir væru að byrja einhvern slammpitt en það var 1 risastór.
Ef þið hafið tækifæri á að sjá hann endilega farið ég meina ég kynntist honum ekki fyrr en ég var lítill þegar ég sá hann í waynes world en endilega drífið ykkur því hann er algjör snillingur hann er ekki endilega jafn ruglaður einsog manson og ozzy en hann er eitthvað klikkaður.