Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters heldur tónleika í Laugardalshöllinni 26. ágúst en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin leikur hérlendis. Að sögn tónleikahaldara hefur staðið til nokkuð lengi að Foo Fighters leiki á Íslandi en nú þykir tíminn vera réttur, sveitin á tónleikaferð að fylgja eftir plötunni One By One sem selst hefur í milljónum eintaka.
Foo Fighters er ein allra vinsælasta rokksveitin í heiminum í dag en forsprakki hennar, Dave Grohl, er ekki síður kunnur fyrir að hafa verið trommuleikari í hljómsveitinni Nirvana. Eftir að Kurt Cobain, söngvari og aðallagahöfundur Nirvana, féll frá 1994 og sveitin lagðist niður stofnaði Grohl Foo Fighters árið 1995. Sveitin hefur síðan gefið út fjórar stórar plötur, komið allmörgum lögum hátt á vinsældalista og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Grammy-verðlauna.
Miðasala hefst 18. júlí kl. 10 um morguninn í verslunum Skífunnar.
Upphitunarsveitir verða auglýstar síðar.
Ég ætla svo pottþétt að fara og ég vona að sem flestir komi líka!
Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.