Ég var að hlusta á Rokkland í gærkvöldi og þar sagði Meistari Óli Palli að kunningi hans væri í sambandi við umboðsmanns The White Stripes og væri að reyna að fá þau til Íslands, jafnvel í sumar.
Ég er viss um að það eru margir á þessu áhugamáli spenntir fyrir þessu og því er um að gera að láta í okkur heyra! Þeim sem langar að fara á tónleika með Jack og Meg ættu endilega að svara þessum korki og láta álit sitt í ljós! Væri jafnvel ekki fráleitt að ágætir rokkadmins myndu henda upp “Ég ætla” kubbi um þetta?
Það væri fátt betra en að fá The White Stripes á klakann einmitt núna þegar þau eru að slá verulega í gegn.<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>I'm feeling supersonic, give me gin and tonic</i><br><hr></b>
<a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.