Jerry Lee Lewis
Whole lotta shaking´going on hefur í gegnum tíðina verið ofarlega á listum yfir vinsælustu lög Rokksögunnar. Það var annað lagið sem gefið var út á smáskífu með Jerry Lee Levis og það kom honum á spjöld sögunnar. Jerry fæddist 29.sept.1935 í Ferryday , Louisiana. Strax í kjölfarið fylgdu aðrir smellir eins og “ Grear balls of fire ,High School confidential og What´d I say . Strax á sínum upphafsárum vakti hann mikla athygli vegna sviðsframkomu sinnar og sem fær píanóleikari. Hann hafði eins og Carl Perkins alist upp við country og Rhytm and blues tónlist. Jerry Levis lék talsvert í kvikmyndum. Jamboree ( 1957 ) High School confidential ( 1958 ) og Young and deadly ( 1960 ). Ferill hans beið talsverðan hnekk árið 1958 er hann giftist 14 ára gamalli frænku sinni . Snemma á sjötta áratugnum var hann talsvert viðriðinn country tónlist og voru gefnar út með honum frábærar hljómplötur á því sviði. Jerry Lee Levis fékk viðurnefnið “ The killer “.