Þannig er það nú bara að Nirvana er EKKI ofmetnasta hljómsveit í heimi. Það að fólk segi að hún sé ofmetin get ég sætt mig við þó það sé ekki mín skoðun. En ofmetnasta hljómsveit í heimi er mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Jú lagasmíðar Cobains eru einfaldar og flottar melódíur en þær ásamt guðdómlegri rödd hans einfaldlega virka. Ef þetta er svona ljótt af hverju er búið að selja jafn mikið af plötunum og raun ber vitni. Af hverju er Nevermind valin besta plata allra tíma af Q magiazine og öll hin frægu tónlistarblöðin sem setja Nevermind sem topp tíu bestur plötur alra tíma. Það eru greinilega blaðamenn sem vita minn um tónlist heldur en umdeildur blaðamaður á mogganum. Je right. Ef við tölum um lagasmíðar sem eru einfaldar er auðveldast að nefna bítlana. Hvað er það. Frábær hljómsveit, sem Kurt fílaði by the way, og er einfaldar melódíur út í gegn og alls ekki svo ólíkt mörgum Nirvana lögum, t.d. Penniroyal tea sem Kurt lýsti sjálfur sem bítla melódíu og svo öskur, verse chorus verse. Einfalt , svínvirkar og er alveg HEAVY FLOTT. Svo segir þessi pappakassi þarna á mogganum að áhrif Nirvana séu ekki ofmetin heldur hljómsveitin. Hvernig getur það staðist? Léleg hljómsveit en hafði áhrif á fullt af góðum hljómsveitum. Þessi fullyrðing virkar ekki. Ef fólk segir að það hafi ekki verið hæfileikafólk í Nirvana horfið þá á Foo Fighters.
Svo Nirvana er EKKI ofmetin, hún fær það lof sem hún á skilið og TIL FJANDANS með þennan blaðasnáp!!!