Ég missti af Brain Police (sem mér fannst ekkert slæmt). Hell is for Heroes spiluðu nr.2, það þurfti að bíða nokkra stund eftir þeim því annar gítarmagnarinn var eitthvað bilaður. En Hell voru ágætir, vel æfðir þéttir og skemmtilegir, þó er ekki hægt að segja að lagasmíðarnar séu neitt mjög frumlegar, bara alls ekki. En mjög skemmtilegir engu að síður. Síðast komu Mínus og eignuðu sér staðinn með krafti, hraða, látum og almennum þéttleika. Einn áheyrandi gerði atlögu að Mínusmönnum, söngvaranum, og brutust næstum því út slagsmál. En bara næstum því, því starfsmenn hússins náðu manninum og björguðu honum frá bráðum bana og hentu honum á dyr.
Skemmtilegt kvöld, ég vorkenni öllum sem voru ekki þarna.<br><br>
Búið í bili
“Thrumufleygurinn”