Jápp, ég fór. Ég koma þegar að Waste voru að klára að spila síðasta lagið sitt, mér gekk ekkert sérlega vel að finna hvar þetta var. Gizmo voru fínir, búnir að bæta sig frá músiktilraunum finnst mér. Áttu nokkur fín lög. Svo kom Sign, það var bara svona róleg stemming, enda enginn trommari í þetta skiptið. Þeir stóðu sig vel að mínu mati. Svo kom Pan, þeir voru líka fínir, þeir stóðu sig líka vel fannst mér. Lögin þeirra eru svolítið þung, þá er ég að meina svona löng og þunglamaleg. En þeir eiga samt nokkur góð, ekkert sem mér fannst eitthvað lélegt. Svo fannst mér magnað hjá þeim að taka Eon Blue Apocalypse, hefði viljað heyra þá taka eins og eitt Tool lag í lokin. Ég held að þetta hafi bara verið fínir tónleikar í heildina og góð aðstaða fannst mér.