Jimmy Page hefur verið ásakaður um margt í gegnum tíðina og hafa jafnvel verið upphugsaðar margar mismunandi atburðarrásir til þess eins að reyna að sanna að hann hafi verið á einhverjum stað til þess að sýna fram á stuld.
Það sem er helst talað um er t.d. að hann hafi stolið stairway to heaven frá írskum þjóðlagasöngvara sem er argasta rugl þar sem ég hafði mikið fyrir því að leita upp akkúrat það sem sjálfskipaðir tónlistaralvitrar voru að tala um og gat með engu móti séð samanburðinn.
Ennfremur þá hefur verið talað um bogatæknina sem hann notaði en bent hefur verið á að einhver session gítarleikari hafi verið að prufa það sama á árinu 1965 eða 66 og hafa einhverjir talað um það að Jimmy Page hafi akkúrat verið á svæðinu og slíkt til þess að sanna að hann hafi ekki hugsað þetta upp sjálfsstætt. Ég þori náttúrulega ekki að fara með það en mér finnst þetta samt sína hversu langt menn eru til í að fara til að sverta ímynd hans.
Svo hefur oft verið talað lagið whole lotta love. Gamall blús tónlistarmaður gerði lag í fyrndinni sem hét svipuðu nafni, og var sú lína auðvitað sungin í því lagi. Tónlistin sem slík var með engu móti lík en hann höfðaði samt sem áður mál gegn Led Zeppelin á áttunda áratugnum sem var samið um fyrir utan rétt.
Led Zeppelin hafa hinsvegar aldrei leynt því að þeir sóttu áhrifin sín mikið til svörtu blúsmenningarinnar. Þeir hafa hinsvegar verið mikið álasaðir fyrir að sýna það ekki með credits á upprunalegu prentuninni af plötunum þeirra. Þetta er samt eitthvað sem er erfitt að benda til hver eigi sökina. Mér finnst líklegast að Peter Grant eigi þar sök að máli þó að maður viti nú aldrei með vissu.
Hinsvegar þarf að benda á eitt sem menn vita kannski ekki. Þegar Jimmy Page var að spila með the Yardbirds á túr fljótlega eftir að Jeff Beck hætti með þeim voru þeir staddir í New York og fóru á tónleika þar sem tónlistar maður að nafni Jake Holmes spilaði. Hann spilaði acoustic músík og sótti áhrifin sín mikið til gamalla acoustic tónlistarmanna sem Jimmy Page var sjálfur mikið að hlusta á. Þar heyrðu þeir lag sem hét I´m Confused. Þeim fannst það mjög flott og ákváðu því að basically stela hlutum af því. Þeir tóku alla bassalínuna eins og lagði sig en smíðuðu síðan ofan á hana og spiluðu þetta oft live. Ég er ekki viss hvort að þeir hafi gefið út lagið en þeir notuðu öðruvísi texta í laginu þegar þeir spiluðu það live.
Þegar Jimmy Page og félagar tóku upp fyrstu plötu Led Zeppelin voru þeir að flýta sér svo mikið að mikið af tónlistinni var ekki frumsamin af þeim fjórum, voru meira afgangar frá tíð Jimmy Page í the yardbird eða þeirra útgáfur af lögum annara.
Hvort að þú viljir dæma þá eitthvað fyrir þetta er alveg upp að þér komið.
greatness.