Hey, Bremsufar. Endilega haltu áfram að auglýsa hljómsveitina þína á netinu. Það er nefninlega helvíti góður staður til þess að vekja athygli á sér! Eins og JonniLoB nefnir réttilega þá eru margir hérna í hljómsveit og auðvelt að týnast í flórunni. Þá er fínt að nota netið til þess að auglýsa sig.
Ekki óttast að þú sért egóisti þótt að þú auglýsir þína eigin hljómsveit. Ef þú húkir í þínu horni geturðu alveg eins sleppt því að hafa metnað fyrir sveitina og lagt hana niður. Það tekur nefninlega enginn eftir þeim sem er úti í horni, þannig að það er um að gera að nýta netið til þess að láta fólk vita af henni. Það er líka frjálst val og þinn réttur. Alveg eins og það er frjálst val fyrir þá sem sjá “auglýsinguna” eða “ábendinguna” þína til þess að fara og tékka á hljómsveitinni.
Til þess að allir séu með það á hreinu þá er þessu svari beint til JonniLoB.<br><br>
http://www.jupiterfrost.net/pan